Hvernig lokum við kynjabilinu í atvinnulífinu?


Leiðir til að eyða kynjamun og tryggja jöfn tækifæri í þátttöku efnahagsmála

Kynjamisrétti er alþjóðlegt fyrirbæri og sést vel í markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og fulla þátttöku kvenna í ákvarðanatöku. Ísland er í fararbroddi jafnréttismála á mörgum sviðum samkvæmt úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins, en þörf er á aðgerðum til að loka kynjabilinu í efnahagslegri þátttöku kynja, sér í lagi þegar kemur að jöfnum tækifærum kynja til stjórnunarstarfa. 

Markmið rannsóknarinnar skipist í þrennt:
Í fyrsta lagi að koma auga á leiðir til að loka kynjabilinu með því að kanna viðhorf lykilstjórnenda og stjórnarfólks til leiða til þess að loka kynjabilinu og kanna gildi löggjafar í því sambandi. Annað markmið er að kanna áhrif löggjafar um jafnlaunavottun á kynbundinn launamun í ljósi þess að Ísland er í einstakri stöðu til að útrýma kynbundnum launamun með því að hafa verið fyrsta landið til að setja löggjöf um jafnlaunastaðla. Þar sem umræða og löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja er einkum innan Evrópu en undanfarið einnig í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, er þriðja markmiðið að búa til gagnagrunn um stöðu kynjanna og bera saman áhrif jafnréttisaðgerða milli Norðurlanda, landa Eystrasalts og ákveðinna ríkja BNA. Framlag rannsóknarinnar er að koma auga á og benda á færar leiðir til að loka því kynjabili sem enn ríkir í atvinnulífinu hér á landi. Einnig að mæla áhrif löggjafar á jafnlaunavottun og hverju hún skilar og að lokum að búa til gagnsætt mælaborð kynjakvarða til að mæla áhrif kynjajafnvægis á fjárhagslega afkomu, sjálfbærni- og umhverfisvísa, sem útfæra má á alþjóðavettvangi. 

How to close the gender gap in economic participation and opportunity 

Gender inequality is a global phenomenon as the United Nations’ Global Sustainable Development Goal of women’s full participation in decision making reflects. Iceland is a leader in gender equality yet not succeeding in closing the gender gap in economic participation. 

The first aim of this research is to identify approaches that can close the gender gap at executive level by exploring views of key stakeholders towards gender equality approaches, with a focus on the role of legislation. Second, to explore the impact of Equal Pay Certification (EPC) legislation on gender pay gaps, as Iceland is in a unique position to eliminate gender pay gaps having enacted the world’s first EPC legislation. Since the debate and implementation of board gender quotas takes place mainly in Europe but only recently in the US,  the third aim is to create a gender equality database and compare the impact of gender equality interventions in Nordic and Baltic countries and selected US states. The impact lies in identification of tangible approaches towards closing the economic gender gap; the exploration of effects and interactions of: equal pay standards; gender quota legislation and policies; gender balance in corporate leadership; and gender lens investing. A key outcome is the development and expansion of a transparent platform to gauge the impact of gender balance in corporate leadership on financial performance, sustainability and environmental indicators, applicable to companies worldwide.