
Viðtal um jafnréttismál í Japan
Hvaða áhrif getur það haft fyrir Japan að fá sinn fyrsta kvenforsætisráðherra. Kristín Ingvarsdóttir var í viðtali við blaðamann Fujiwara

Leiðtogahæfni til framtíðar
Leiðtogahæfni til framtíðar Masterclass á Heimsþingi kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga var formlega sett í Hörpu í dag. Í gær var sérstakur

Einstök rannsókn á kynjagleraugnasjóðum kynnt á Þjóðarspeglinum
Á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn, sem haldin var föstudaginn 31. október, kynnti Freyja Vilborg Þórarinsdóttir niðurstöður rannsóknar, á svonefndum kynjagleraugnasjóðum (e. Gender

Konur telja of hægt ganga – karlar segja nóg gert
Í dag, þegar 50 ár eru liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum, birta Ásta Dís Óladóttir, prófessor og Þóra H. Christiansen aðjúnkt,
Jafnrétti
Ísland hefur náð langt í jafnréttismálum en talsvert kynjabil er enn til staðar þegar kemur að efnahagslegri þátttöku og ákvarðanatöku, í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, fjárfestingum og við stofnun fyrirtækja. Tilgangur Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi er að efla og dýpka þekkingu á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, með það að markmiði að stuðla að raunverulegu jafnrétti í efnahagslegri þátttöku, ákvarðanatöku og leiðtogastöðum, bæði innanlands og með hagnýtingu og kynningu rannsókna á alþjóðavettvangi. Þetta er gert með því að vinna að rannsóknum, hér á landi og erlendis, þróa hagnýtar lausnir sem byggja á traustum gögnum og miðla þekkingu sem nýst getur til stefnumótunar og kerfisbreytinga. Setrið leitast við að kortleggja orsakir og hindranir sem viðhalda þessu kynjabili og leiða fram lausnir sem stuðla að kerfisbreytingum.
Markmið
Markmið Rannsóknaseturs eru að byggja upp öflugan vettvang fyrir þverfaglegar rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði jafnréttis í atvinnulífi og fjárfestingum. Setrið rannsakar viðhorf, áhrif laga og stefnumótunar, framkvæmd ráðninga og þróun leiðtogahæfni með sérstaka áherslu á áhrif kyns, en einnig fleiri þátta. Rannsóknir setursins leggja jafnframt grunn að þróun lausna og leiðarvísa fyrir stofnanafjárfesta, fyrirtæki og opinbera aðila til að móta stefnu og aðgerðir sem stuðla að jöfnum tækifærum til valda og áhrifa í atvinnulífinu. Þannig verður setrið vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf og nýsköpun, þar sem saman fara fræðileg þekking og hagnýtar lausnir.