
Ráðstefnugrein kynnt á EURAM ráðstefnunni í Flórens
Headhunters and the persistence of gender imbalance in CEO recruitment er heiti nýrrar ráðstefnugreinar eftir Hrefnu Guðmundsdóttur, Þóru H. Christiansen

Ísland heldur toppsæti í jafnrétti en lækkar í efnahagslegri þátttöku kvenna
Í tilefni dagsins grípum við niður í nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem birt var á dögunum. Í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF)

Fjárfestingar kvenna í íslensku atvinnulífi – ný grein
Fjárfestingar kvenna í íslensku atvinnulífi – Hvaða hindranir standa í vegi fyrir þátttöku kvenna á fjármálamarkaði?Tímarit um Viðskipti og efnahagsmál.Höfundar

Af hverju eru konur sjaldan ráðnar sem forstjórar – jafnvel á Íslandi?
Ný ritrýnd fræðigrein varpar ljósi á hvernig konur í stjórnum skráðra félaga á Íslandi upplifa ráðningarferli forstjóra og hvernig mat
Jafnrétti
Ísland hefur náð langt í jafnréttismálum en talsvert kynjabil er enn til staðar þegar kemur að efnahagslegri þátttöku og ákvarðanatöku, í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, fjárfestingum og við stofnun fyrirtækja. Tilgangur Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi er að efla og dýpka þekkingu á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, með það að markmiði að stuðla að raunverulegu jafnrétti í efnahagslegri þátttöku, ákvarðanatöku og leiðtogastöðum, bæði innanlands og með hagnýtingu og kynningu rannsókna á alþjóðavettvangi. Þetta er gert með því að vinna að rannsóknum, hér á landi og erlendis, þróa hagnýtar lausnir sem byggja á traustum gögnum og miðla þekkingu sem nýst getur til stefnumótunar og kerfisbreytinga. Setrið leitast við að kortleggja orsakir og hindranir sem viðhalda þessu kynjabili og leiða fram lausnir sem stuðla að kerfisbreytingum.


Markmið
Markmið Rannsóknaseturs eru að byggja upp öflugan vettvang fyrir þverfaglegar rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði jafnréttis í atvinnulífi og fjárfestingum. Setrið rannsakar viðhorf, áhrif laga og stefnumótunar, framkvæmd ráðninga og þróun leiðtogahæfni með sérstaka áherslu á áhrif kyns, en einnig fleiri þátta. Rannsóknir setursins leggja jafnframt grunn að þróun lausna og leiðarvísa fyrir stofnanafjárfesta, fyrirtæki og opinbera aðila til að móta stefnu og aðgerðir sem stuðla að jöfnum tækifærum til valda og áhrifa í atvinnulífinu. Þannig verður setrið vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf og nýsköpun, þar sem saman fara fræðileg þekking og hagnýtar lausnir.