Rannsóknasetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi vinnur að því að efla rannsóknir og þróa lausnir sem stuðla að auknu kynjajafnrétti í efnahags- og atvinnulífi. Setrið byggir á samstarfi fræðafólks og sérfræðinga með víðtæka reynslu af rannsóknum, stefnumótun og hagnýtingu þekkingar á sviði jafnréttismála frá háskólum og stofnunum á Íslandi, Bandaríkjunum, Noregi, Finnlandi og Danmörku.