„Það er hægt að byrja að fjár­festa með fimm þúsund krónum á mánuði“

Lokaverkefni MBA-nema vekja jafnan athygli og nú síðast var það hagnýtt rannsóknarverkefni Katrínar Rósar Gunnarsdóttur, MBA 2025, sem vakti umræðu. Hér má sjá frétt af vefsíðu Vísis, þar sem fjallað er um verkefnið. ,,Ég hafði lengi haft á tilfinningunni að konur fjárfesti öðruvísi en karlmenn, ekki síst upplifði ég þetta þegar ég var útibústjóri í vesturbænum. En ég var ekki með gögn til að staðfesta það,“ segir Katrín Rós þegar hún útskýrir aðdragandann að MBA verkefninu sínu.

Í verkefninu rannsakar Katrín átak Arion banka, Konur fjárfestum og er hluti af gögnum sem Rannsóknasetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi safnaði fyrr á árinu, frá ríflega 300 konum úr Félagi kvenna í atvinnulífinu.  Leiðbeinandi Katrínar í verkefninu var Ásta Dís Óladóttir prófessor og stjórnarformaður Viðskiptafræðistofnunar, sem heldur úti Executive MBA námi við Háskóla Íslands.

Lesa greinina.