Nýr rannsóknastyrkur frá Nordic gender equality fund

CEO

Konur fjárfesta á Norðurlöndum – ryðjum hindrunum úr vegi er nýtt verkefni sem rannsóknateymi Rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og ativnnulífi við Háskóla íslands leiðir.  Setrið fékk nýverið styrk frá Nordic Gender Equality Fund sem gerir okkur kleift að útvíkka rannsóknir okkar og hefja nýtt norrænt rannsóknar- og stefnuverkefni sem skoðar félagslegar, sálfræðilegar, kerfis- og stofnana­hindranir sem takmarka fjárfestingaþátttöku kvenna, með áherslu á konur í leiðtogastöðum í efnahags- og atvinnulífi, segir Ásta Dís Óladóttir sem stýrir Rannsóknasetrinu.

Við stefnum að:

  • Aðlögun ramma: við fellum Public Leadership for Gender Equality frá Stanford háskóla að norrænu fjármála- og stjórnsýsluumhverfi.
  • Samstarf yfir landamæri: Ísland, Finnland, Noregur og Danmörk vinna saman í vinnustofum með hagsmunaaðilum til að móta norrænan ramma fyrir jafnréttismiðaðar fjárfestingar.

 

Þá er markmiðið að hagnýtar afurðir af samstarfinu og styrknum verði ritýndar greinar, leiðtogarammi í framkvæmd og stefnutillögur, allt með opnu aðgengi til langtímanotkunar og aðlögunar segir Ásta Dís að lokum.
nánar má lesa um styrkinn hér: https://nikk.no/en/fundproject/women-investing-in-the-nordics-overcoming-structural-barriers-to-economic-participation-decision-making/