Konur telja of hægt ganga – karlar segja nóg gert

Í dag, þegar 50 ár eru liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum, birta Ásta Dís Óladóttir, prófessor og Þóra H. Christiansen aðjúnkt, pistil í Viðskiptablaðinu þar sem þær draga fram gögn um viðhorf almennings til jafnréttis í íslensku atvinnulífi.

Greinin sýnir að kynin upplifa jafnrétti í atvinnulífinu á gjörólíkan hátt. Tæp 60% karla telja að jafnrétti hafi þegar náðst, en aðeins 36% kvenna deila þeirri skoðun.

„Þó margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á síðustu 50 árum, er henni hvergi nærri lokið,“ segir Ásta Dís. „Konur eru sýnilegri í opinberum embættum en nokkru sinni fyrr en í atvinnulífinu er staðan önnur. Þar er bilið milli kynjanna enn mjög mikið, bæði þegar kemur að áhrifum og tækifærum.“

Rannsóknasetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi leggur áherslu á að nýta gögn og rannsóknir til að þróa raunhæfar aðgerðir sem stuðla að jafnari tækifærum kynjanna í íslensku atvinnulífi.

Hér má lesa greinina: Konur telja of hægt ganga – karlar segja nóg gert