Hvaða áhrif getur það haft fyrir Japan að fá sinn fyrsta kvenforsætisráðherra.
Kristín Ingvarsdóttir var í viðtali við blaðamann Fujiwara Gaku frá Asahi Newspaper, https://www.asahi.com/ajw/. Netútgáfa af viðtalinu var birt 5 nóvember og prentaða útgáfan fylgdi síðan 7 nóv.
Það er áhugavert að sjá hvað japanskir fjölmiðlar fjalla mikið um jafnréttismál undanfarin misseri, bæði kvennaverkfallið á Íslandi og nú síðast í tengslum við valið á fyrsta kvenforsætisráðherra landsins. Jafnréttismál hafa lengi verið rauður þráður í samskiptum Íslands og Japans og það var því sönn ánægja að veita Asashi Shinbun, einu af þremur stóru dagblöðunum í Japan (og í heiminum), viðtal um einmitt þetta efni.