Katrín Jakobsdóttir stjórnarformaður Rannsóknaseturs um Jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi tók þátt í ráðstefnu í Svartfjallalandi á dögunum. Þar var hún beðin að ræða um lýðræði, gervigreind, kynjajafnrétti, loftslag og heilsu. Hún ræddi reyndar fleiri hluti, eins og velsældarhagkerfið og sýn hennar á leiðtoga fyrir framtíðina. Katrín sagði ,,það var áhugavert að taka þátt í ráðstefnunni en einnig að hlusta á umræðurnar og kynnast betur þeim málum sem efst eru á baugi á Balkanskaga.“